
Hugsum um:
Höfuð, herðar,
hné og tær!
Vinnuumhverfið hefur áhrif á starfsfólk frá toppi til táar.
Árangursríkt vinnuverndarstarf felur í sér að horfa á heildarmyndina og huga að þáttum sem hafa áhrif á andlega og líkamlega heilsu.


Starfsfólk framtíðarinnar
Ungt fólk er starfsfólk framtíðarinnar. Mikilvægt er að taka vel á móti nýju starfsfólki, finna leiðir til að öllu fólki líði vel í vinnunni og hlusta á hvert annað. Þannig byggjum við upp traust og heilbrigða vinnustaðamenningu og leggjum grunn að öryggi og vellíðan starfsfólks sem hefur jákvæð áhrif á árangur og orðspor fyrirtækja.
Hvað er vinnuvernd?
Vinnuvernd felur í sér að tryggja öryggi og vellíðan starfsfólks í vinnuumhverfi þess. Markmiðið er ávallt að öll komi heil heim.
Góð líkamsbeiting skiptir höfuðmáli
Góð líkamsbeiting og regluleg hreyfing hefur jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan í dag og til framtíðar. Ólíkar áskoranir fylgja ólíkum störfum og því mikilvægt að huga reglulega að því hvernig við beitum líkamanum við vinnu.
Vellíðan í vinnu
Öryggi og vellíðan starfsfólks ætti að vera grundvallaratriði á hverjum vinnustað. Skipulag vinnustaðarins er undirstaðan en stjórnun og samskipti skipta einnig máli. Mikilvægt er að byggja upp traust á vinnustöðum og stuðla að heilbrigðri vinnustaðamenningu. Öll getum við haft áhrif og lagt góðan grunn að vinnuumhverfi okkar og annarra.